Innlent

Bjargaði ketti úr vörulyftu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hvorki slökkviliðsmaðurinn né gulbröndótti kötturinn voru nefndir á nafn í Facebook-færslu slökkviliðsins.
Hvorki slökkviliðsmaðurinn né gulbröndótti kötturinn voru nefndir á nafn í Facebook-færslu slökkviliðsins. Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins

Erilsamt hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Slökkviliðið sinnti fimm dælubílaverkefnum en seinni partinn í gær var til að mynda óskað eftir aðstoð slökkviliðsins vegna kattar sem sat fastur uppi í vinnulyftu. Kisi ku hafa verið sáttur við að komast niður að því er segir í Facebook-færslu slökkviliðsins.

Þá var tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi þangað sem allir sem tiltækir voru á vakt voru sendir. Eftir þónokkra leit kom á daginn að sá er tilkynnt hafði um eldinn hafði sennilega séð ljós sem leit út eins og bjarmi frá eldi.

Þá sinnti slökkviliðið tveimur útköllum vegna elds í rusli utandyra og einu útkalli vegna bilunar í brunavarnakerfi. Þá sinnti slökkviliðið alls 98 sjúkraflutningum og var þriðjungur þeirra svokölluð forgangsverkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×