Innlent

Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á meðfylgjandi mynd, sem barst Veðurstofunni, má sjá hvernig hrunið hefur úr sjávarhömrum vestan við Festarfjall
Á meðfylgjandi mynd, sem barst Veðurstofunni, má sjá hvernig hrunið hefur úr sjávarhömrum vestan við Festarfjall

Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga.

Ekki er þó einungis hætta á ferðum í fjalllendi heldur einnig við strendur skagans sem sjávarbjörg og hamrar eru.

Mikið grjóthrun hefur orðið úr sjávarhömrum vestan við Festarfjall í grennd við Grindavík. Gera má ráð fyrir slíku hruni víðar, svo sem við Krýsuvíkurbjarg og Valahnúk við Reykjanesvita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×