Innlent

Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesskaga síðustu daga og vikur.
Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesskaga síðustu daga og vikur. Vísir/Vilhelm

Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur.

Samkvæmt lokaniðurstöðu mælinga hjá Veðurstofunni var skjálftinn 5,4 að stærð.

Samkvæmt sömu niðurstöðum átti skjálftinn upptök sín um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga, en enginn órói mældist í kjölfar hans, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Skjálftinn fannst víða samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur fengið, meðal annars á Suðurlandi, í Stykkishólmi og Búðardal. Þá segir í tilkynningu Veðurstofunnar að skjálftinn hafi fundist norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. 

Tvö þúsund skjálftar það sem af er degi

Annar skjálfti varð klukkan 14:38. Sá var heldur minni, en samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum var hann 4 að stærð. 

Alls hafa sjálfvirk mælitæki Veðurstofunnar numið um tvö þúsund jarðskjálfta í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×