Innlent

Fróaði sér í vitna viðurvist á Canopy Hotel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn beraði sig og fróaði sér á salerni á Canopy Hotel á Smiðjustíg.
Maðurinn beraði sig og fróaði sér á salerni á Canopy Hotel á Smiðjustíg. Tripadvisor

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað kynfæri sín og fróað sér inni á salerni á Canopy Hotel á Smiðjustíg 4 í Reykjavík í mars 2019.

Þannig á karlmaðurinn að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðungarsemi þeirra sem urðu vitni að því og var til opinbers hneykslis.

Þá er hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa haft á sér 0,09 grömm af amfetamíni sem lögregla fann á honum eftir að hafa þurft að hafa afskipti af honum vegna málsins.

Farið er fram á 800 þúsund krónur í bætur fyrir konu sem varð vitni að atferli mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×