Innlent

Frið­rik og Maríanna vilja í for­manns­stól BHM

Eiður Þór Árnason skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt embætti formanns frá árinu 2015. 
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt embætti formanns frá árinu 2015.  BHM

Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, hafa gefið kost á sér í embætti formanns Bandalags háskólamanna (BHM).

Þórunn Sveinbjarnardóttir, sitjandi formaður, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi BHM. Þórunn hefur gengt embætti formanns frá árinu 2015, eða í tæp sex ár, en formaður bandalagsins má mest sitja í átta ár.

Maríanna tilkynnti um framboð sitt í janúar og taldi sig þá vera að bjóða fram gegn sitjandi formanni. Þann 11. febrúar var tilkynnt að Þórunn ætlaði ekki fram að nýju og ákvað framboðsnefnd BHM að framlengja framboðsfrest í ljósi þessa. 

Greint var frá framboðum Friðriks og Maríönnu á vef BHM í gær og hefur framboðsnefnd BHM nú kallað eftir kynningum frá frambjóðendum. Fulltrúar á aðalfundi BHM, sem haldinn verður 27. maí næstkomandi, kjósa formann bandalagsins í rafrænni kosningu sem hefst tveimur vikum fyrir aðalfund og lýkur tveimur dögum fyrir fundinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×