Innlent

Jarð­skjálfti 4 að stærð við Fagradalsfjall

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi.
Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi.

Jarðskjálfti í kring um 4 að stærð varð 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 07:54 í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands liggur stærð skjálftans ekki endanlega fyrir en verið er að fara yfir gögn honum tengd.

Skjálftinn fannst greinilega á Reykjanesskaga og víðar, til að mynda á höfuðborgarsvæðinu, en heldur færri tilkynningar hafa borist Veðurstofu vegna skjálftans nú í morgun heldur en annarra skjálfta síðustu daga.

Viðmælandi Vísis hjá Veðurstofu segir það kunna að vera merki um að landsmenn á og í grennd við Reykjanesskaga séu hreinlega orðnir vanir þeim jarðhræringum sem hafa verið viðvarandi síðustu daga.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×