Innlent

Bein út­sending: Ráð­herra kynnir skýrslu um fæðu­öryggi Ís­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson kynnir skýrsluna klukkan 10:15.
Kristján Þór Júlíusson kynnir skýrsluna klukkan 10:15. Vísir/Vilhelm

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í dag kynna nýja skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands um fæðuöryggi á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi og hefst hann klukkan 10:15.

Í tilkynningu segir að í skýrslunni, sem unnin hafi verið að beiðni ráðherra, sé ítarleg umfjöllun um innlenda matvælaframleiðslu og mat lagt á áhrif þess ef upp kæmi skortur á aðföngum sem nauðsynleg séu fyrir framleiðsluna.

Einnig er fjallað um þætti sem gætu stuðlað að auknu fæðuöryggi á Íslandi.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.

Dagskrá:

  • Ráðherra opnar fundinn
  • Jóhannes Sveinbjörnsson dósent kynnir niðurstöður skýrslunnar ásamt Þóroddi Sveinssyni deildarforseta við LBHÍ
  • Spurt og svarað með skýrsluhöfundum

Hægt er að senda inn spurningar í gegnum Slido til skýrsluhöfunda með #faeduoryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×