Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum fjöllum við um sinubrunann í Grafarvogi í morgun sem kom mörgum á óvart, miðað við árstíma.

Þá heyrum við í sóttvarnalækni og fáum svör við gagnrýni krárareigenda sem telja á sér brotið í kórónuveirufaraldrinum.

Að auki er rætt við fjármálaráðherra um væntanlega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en hann vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×