Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 25. janúar 2021 13:47 Eystri Rangá var aflahæsta laxveiðiáin í fyrra. Mynd: KL Eins og allir veiðimenn muna þá var veiðin í Eystri Rangá mögnuð í fyrra enda var met slegið í ánni sem var full af laxi fram á síðasta dag. Eins og allir veiðimenn muna þá var veiðin í Eystri Rangá mögnuð í fyrra enda var met slegið í ánni sem var full af laxi fram á síðasta dag. Leigutakinn Kolskeggur hefur nú sett inn á heimasíðu sína tölfræði fyrir veiðina í ágúst 2020 en nú þegar hefur tölfræði verið birt fyrir júní og júlí. Veiðin í ágúst var alveg mögnuð en í þeim þeim mánuði veiddust 3.609 laxar. Mest var veiðin á svæði þrjú en þar veiddust 690 laxar. Svæði eitt var þar næst á eftir með 657 laxa og svo svæði sjö með 525 laxa. Miðað við hvað það var mikil smálaxagengd í ánna í fyrra er frekar reiknað með því að næsta sumar verði gott stórlaxaár en það gæti engu að síður farið þannig að það kæmu aftur sterkar smálaxagöngur. Það verður því líklega ekki leiðinlegt að vera við bakkann á Eystri næsta sumar. Nánari tölfræði fyrir Eystri Rangá má finna hér. Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Eins og allir veiðimenn muna þá var veiðin í Eystri Rangá mögnuð í fyrra enda var met slegið í ánni sem var full af laxi fram á síðasta dag. Leigutakinn Kolskeggur hefur nú sett inn á heimasíðu sína tölfræði fyrir veiðina í ágúst 2020 en nú þegar hefur tölfræði verið birt fyrir júní og júlí. Veiðin í ágúst var alveg mögnuð en í þeim þeim mánuði veiddust 3.609 laxar. Mest var veiðin á svæði þrjú en þar veiddust 690 laxar. Svæði eitt var þar næst á eftir með 657 laxa og svo svæði sjö með 525 laxa. Miðað við hvað það var mikil smálaxagengd í ánna í fyrra er frekar reiknað með því að næsta sumar verði gott stórlaxaár en það gæti engu að síður farið þannig að það kæmu aftur sterkar smálaxagöngur. Það verður því líklega ekki leiðinlegt að vera við bakkann á Eystri næsta sumar. Nánari tölfræði fyrir Eystri Rangá má finna hér.
Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði