Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana.

 Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar en lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi án sérstakrar lagaheimildar.

Þá ræðum við við Sigþór Kristinn Skúlason forstjóra Airport Assosiates. Hann er er ósáttur við tillögur sóttvarnalæknis um að farþegar þurfi að framvísa vottorði um að vera lausir við kórónuveiruna við komuna til landsins.

Við segjum frá því að Lyfjastofnun hefur nú fengið sjö tilkynningar um andlát eftir fyrstu bólusetningu gegn kórónuveirunni og einn hefur fengið bráðaofnæmi.

Einnig verður rætt við björgunarsveitarmann á Flateyri en ár er frá snjóflóðum þar í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×