Erlent

Sjöunda manneskjan fundin látin í Ask

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Frá hamfarasvæðinu í Ask.
Frá hamfarasvæðinu í Ask. Tor Erik Schroeder/NTB via AP

Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið sjöundu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Þriggja er enn saknað.

Þetta kemur fram á vef norska ríkismiðilsins

Leit mun halda áfram fram eftir kvöldi og standa yfir í alla nótt og telur lögregla að enn sé von að finna fólk á lífi. 

Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð frá því sem var og hefur lögregla sagt að enn sé haldið í vonina um að einhver finnist á lífi, þó hún dvíni með hverjum deginum sem líður.

Björgunaraðilar hafa notið liðsinnis norska hersins við leitina, og þá hafa starfsmenn almannavarna dælt vatni úr tjörn sem hefur byrjað að renna inn á hamfarasvæðið og þannig torveldað leitina enn frekar.

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning heimsóttu bæinn Ask heim í dag og ræddu við fólk sem missti allt sitt í hamförunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×