Innlent

Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum

Andri Eysteinsson skrifar
Stór hluti íbúa Bolungarvíkur er nú í sóttkví. 12 hafa greinst með smit en 177 eru í sóttkví.
Stór hluti íbúa Bolungarvíkur er nú í sóttkví. 12 hafa greinst með smit en 177 eru í sóttkví. Vísir/Samúel Karl

Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ.

Aðgerðirnar sem settar voru í Bolungarvík, á Ísafirði og í Hnífsdal fólust í því að skólahald var fellt niður og er samkomubann á svæðinu miðað við fimm manns. Alls eru nú 285 manns í sóttkví á Vestfjörðum, þar af 177 í Bolungarvík. 27 sýni voru tekin í dag af íbúum á svæðinu og eru þau nú til rannsóknar.

Í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum segir að lögregla hafi í dag heimsótt stærri verslanir í Bolungarvík og á Ísafirði og segja þar að ljóst sé að starfsfólk hefur lagt sig fram við að fara að fyrirmælum lögreglu og þakkar lögregla það kærlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×