Innlent

Skjálftavirkni á Krýsuvíkursvæðinu

Kortið sýnir skjálftavirkni á landinu undanfarinn einn og hálfan sólarhring, en sá sem var stærri en þrír er merktur með grænni stjörnu.
Kortið sýnir skjálftavirkni á landinu undanfarinn einn og hálfan sólarhring, en sá sem var stærri en þrír er merktur með grænni stjörnu. Mynd/Veðurstofan

Nokkuð snarpur jarðskjálfti var á Krýsuvíkursvæðinu um korteri fyrir miðnætti í gær, líkt og Vísir greindi frá. Skjálftinn mældist 3,1 að styrk og átti upptök sín um fjóra kílómetra austur af Keili. Sjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu.

Annar skjálfti varð hálftíma síðar upp á 2,6 stig. Um hálfri klukkustundu eftir að skjálftinn reið yfir mældust á annan tug smærri skjálfta á svæðinu.

Lára Ólafsdóttir miðill hafði spáð jarðskjálfta á svæðinu á mánudaginn var klukkan 23: 15, en spá hennar olli talsverðum titringi meðal fólks á Suðvesturhorninu. Hvort skjálftarnir sem riðu yfir í gær séu þeir sem Lára sá fyrir skal ósagt látið.








Tengdar fréttir

Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes

Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×