Góðkynja vandi í miðborginni 19. ágúst 2007 07:00 Ef miðborgin er hjarta Reykjavíkur, þá er Reykjavík hjartveik; það er menningarslys ef húsin við Laugaveg 4 og 6 eru rifin; ástæða er til að óttast um líf sitt og limi að nóttu til um helgar í miðbænum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörgum úr umræðu undanfarinna daga þar sem ástand miðborgarinnar hefur verið málað í ansi dökkum litum, ef ekki hreinlega kolsvörtum. Hinir móðursjúku málarameistarar mættu hafa bak við eyrað að í raun eru vandamál miðborgarinnar jákvæð, því þau eru merki um iðandi og kröftugt mannlíf; það vilja margir koma og skemmta sér í miðbænum um helgar og það er mikill áhugi á byggingu nýrra húsa við Laugaveg og nærliggjandi götur. Þetta er frábært. Miklum mannsöfnuði og uppbygging í gömlum grónum hverfum fylgir eðlilega mörg snúin úrlausnarverkefni. Þeim hefur ekki verið sinnt sem skyldi og þar liggur vandinn. Það er til dæmis þekkt stærð að þar sem mikill fjöldi kemur saman lætur nánast alltaf einhver hluti hópsins illa. Svo til undantekningalaust eru ólátabelgirnir í miklum minnihluta. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. Engin ástæða er hins vegar til að refsa fjöldanum með hertum boðum og bönnum eins og virðist sumum embættismönnum og borgarfulltrúum nú mikið áhugamál. Þannig fela hugmyndir um að fækka veitingahúsum í miðbænum, skerða afgreiðslutíma þeirra eða færa vínbúðina úr Austurstræti ekki í sér lausnir heldur uppgjöf. Eru embættismennirnir kannski búnir að gleyma öngþveitinu þegar öllum skemmtistöðum var lokað á sama tíma? Biðröðunum eftir leigubílum og eftirballspartíunum í heimahúsum? Viljum við það ástand aftur? Vissulega geta skrílslætin verið ægileg þegar líður að morgni um helgar í bænum, en er ekki rétt að að sjá til hvað gerist ef einhver hefur sýnilegt eftirlit með samkomunni áður en við flautum hana af? Það eru sjálfsagt fleiri kennarar úti á skólalóð í frímínútum meðalgrunnskóla en lögreglumenn í miðbænum um helgar. Úr þessu þarf að bæta strax eins og margsinnis hefur verið nefnt á þessum stað. Sem betur fer virðist Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, vera allur af vilja gerður til að gera lögregluna sýnilega í bænum. Meðal hugmynda í þeim efnum er færanleg lögreglustöð í húsbíl, sem er bráðsnjöll. Veitingamenn mega líka líta í sinn barm og axla meiri ábyrgð. Það er til dæmis engin ofrausn að skylda þá til að halda gangstéttinni hreinni í ákveðinn radíus kringum staði þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft er þó rétt að ítreka að vandi miðbæjarins er góðkynja. Ef enginn vildi þangað koma eða gera þar neitt nýtt, þá fyrst væri miðborg Reykjavíkur í verulega vondum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Ef miðborgin er hjarta Reykjavíkur, þá er Reykjavík hjartveik; það er menningarslys ef húsin við Laugaveg 4 og 6 eru rifin; ástæða er til að óttast um líf sitt og limi að nóttu til um helgar í miðbænum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörgum úr umræðu undanfarinna daga þar sem ástand miðborgarinnar hefur verið málað í ansi dökkum litum, ef ekki hreinlega kolsvörtum. Hinir móðursjúku málarameistarar mættu hafa bak við eyrað að í raun eru vandamál miðborgarinnar jákvæð, því þau eru merki um iðandi og kröftugt mannlíf; það vilja margir koma og skemmta sér í miðbænum um helgar og það er mikill áhugi á byggingu nýrra húsa við Laugaveg og nærliggjandi götur. Þetta er frábært. Miklum mannsöfnuði og uppbygging í gömlum grónum hverfum fylgir eðlilega mörg snúin úrlausnarverkefni. Þeim hefur ekki verið sinnt sem skyldi og þar liggur vandinn. Það er til dæmis þekkt stærð að þar sem mikill fjöldi kemur saman lætur nánast alltaf einhver hluti hópsins illa. Svo til undantekningalaust eru ólátabelgirnir í miklum minnihluta. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. Engin ástæða er hins vegar til að refsa fjöldanum með hertum boðum og bönnum eins og virðist sumum embættismönnum og borgarfulltrúum nú mikið áhugamál. Þannig fela hugmyndir um að fækka veitingahúsum í miðbænum, skerða afgreiðslutíma þeirra eða færa vínbúðina úr Austurstræti ekki í sér lausnir heldur uppgjöf. Eru embættismennirnir kannski búnir að gleyma öngþveitinu þegar öllum skemmtistöðum var lokað á sama tíma? Biðröðunum eftir leigubílum og eftirballspartíunum í heimahúsum? Viljum við það ástand aftur? Vissulega geta skrílslætin verið ægileg þegar líður að morgni um helgar í bænum, en er ekki rétt að að sjá til hvað gerist ef einhver hefur sýnilegt eftirlit með samkomunni áður en við flautum hana af? Það eru sjálfsagt fleiri kennarar úti á skólalóð í frímínútum meðalgrunnskóla en lögreglumenn í miðbænum um helgar. Úr þessu þarf að bæta strax eins og margsinnis hefur verið nefnt á þessum stað. Sem betur fer virðist Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, vera allur af vilja gerður til að gera lögregluna sýnilega í bænum. Meðal hugmynda í þeim efnum er færanleg lögreglustöð í húsbíl, sem er bráðsnjöll. Veitingamenn mega líka líta í sinn barm og axla meiri ábyrgð. Það er til dæmis engin ofrausn að skylda þá til að halda gangstéttinni hreinni í ákveðinn radíus kringum staði þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft er þó rétt að ítreka að vandi miðbæjarins er góðkynja. Ef enginn vildi þangað koma eða gera þar neitt nýtt, þá fyrst væri miðborg Reykjavíkur í verulega vondum málum.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun