Erlent

Sjúkra­skipið Com­fort komið til New York

Atli Ísleifsson skrifar
Sjúkraskipið Comfort lagðist að bryggju á Pier 90 við vesturströnd Manhattan í gær.
Sjúkraskipið Comfort lagðist að bryggju á Pier 90 við vesturströnd Manhattan í gær. Getty

Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar.

Hvergi í heiminum hafa greinst eins mörg kórónuveirusmit og í Bandaríkjunum, eða 164 þúsund. Eru skráð dauðsföll sem rakin eru til sjúkdómsins Covid-19 nú 3.170. Ástandið er sérstaklega slæmt í New York þar sem tala látinna fór yfir þúsund í gær.

Skipið lagðist að bryggju á Pier 90 við vesturströnd Manhattan og er búist við að fyrstu sjúklingarnir komi í skipið síðar í dag. Fagnaði borgarstjórinn Bill de Blasio því sérstaklega að skipið væri komið og sagði komuna skýrt dæmi um samstöðu Bandaríkjamanna.

Í skipinu starfa um 1.200 heilbrigðisstarfsmenn og er þar er finna skurðstofur, rannsóknarstofur og ýmsan hátæknibúnað sem mun nýtast þar sem verið er að hlúa að sjúklingum.


Tengdar fréttir

Trump hættur við að setja New York í sóttkví

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×