Erlent

Út­göngu­banni komið á í Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Alls telja íbúar Moskvu um 12,7 milljónir.
Alls telja íbúar Moskvu um 12,7 milljónir. Getty

Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubann yrði virkjað í borginni og tekur það gildi strax í dag.

Íbúar verða því að halda kyrru fyrir heima hjá sér nema þeir þurfi nauðsynlega á heilbrigðisþjónustu að halda. Þá er einnig leyfilegt að sækja matvörur í búð.

Eingöngu starfsfólki í framlínustörfum í borginni er heimilt að fara út fyrir hússins dyr, en smit í borginni fóru yfir þúsund um helgina. Um tveir þriðju skráðra smita í Rússlandi hafa komið upp í höfuðborginni Moskvu.

Sobyanin sagði faraldurinn nú hafa komist á næsta stig og því sé nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða.

Alls telja íbúar Moskvu um 12,7 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×