Innlent

Pinnarnir frá Össuri duga til og skimun Íslenskrar erfðagreiningar heldur áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi Vísir/vilhelm

Skimun við nýju kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu mun halda áfram af fullum krafti eftir að staðfest var að nýir sýnitökupinnar eru nothæfir. Pinnarnir koma frá fyrirtækinu Össuri en fyrstu tilraunir í gær gáfu í skyn að ekki væri hægt að nota pinnana. Þær prófanir voru þó gallaðar.

Í tilkynningu á Facebooksíðu ÍE segir að prófanirnar hafi verið endurteknar í dag og að pinnarnir 20 þúsund muni leysa úr vandanum sem hafði myndast vegna skorts.

Þetta þýðir að hægt verður að fara í mun víðtækari sýnatökur en nú er gert.

Sjá einnig: Bjartsýnn á pinnana frá Össuri en afþakkar bresku heimaprófin

Búið er að staðfesta 802 smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hér á landi og eru 720 í einangrun. Sautján eru á sjúkrahúsi og þar af þrír á gjörgæslu. Þá hafa 82 jafnað sig af sjúkdómnum og tæplega tíu þúsund manns eru í sóttkví.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×