Erlent

Weinstein greindur með kórónuveiruna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd tekin af Weinstein þegar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir í febrúar á þessu ári.
Mynd tekin af Weinstein þegar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir í febrúar á þessu ári. Vísir/Getty

Kvikmyndaframleiðandinn og nauðgarinn Harvey Weinstein er nú í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19.

Hann dvelur nú í einangrunarklefa í Wende-öryggisfangelsinu í New York-ríki í Bandaríkjunum. Hinn 68 ára gamli Weinstein var nýverið fundinn sekur um nauðgun og önnur kynferðisbrot og afplánar nú 23 ára fangelsisdóm vegna þess.

Samkvæmt Fox er Weinstein einn tveggja fanga í Wende sem greinst hafa með veiruna. Í New York-ríki hafa yfir 15 þúsund manns greinst og 114 látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×