Innlent

Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Bein útsending var frá fundinum á Vísi og Stöð 3.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller landlæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórnvalda o.fl.

Á fundinum var sérstaklega beint sjónum að börnum og ungmennum. Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir gaf góð ráð til foreldra, barna og ungmenna og hvernig huga ber að andlegri heilsu og líðan á þessum sérstökum tímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×