Innlent

Kapp lagt á að  TF- GRÓ verði tilbúin á morgun

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Búist er við að viðhaldi við TF-GRó björgunarþyrlu ljúki á morgun
Búist er við að viðhaldi við TF-GRó björgunarþyrlu ljúki á morgun Vísir/Vilhelm

Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar sneru á ný til vinnu í morgun eftir að lög voru sett á verkfall þeirra í gær.

 Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni er allt kapp lagt á að koma á TF-GRO, björgunarþyrlunni í flughæft ástand á morgun. Flugvirkjar hófu verkfall sitt 5. nóvember og vegna viðhaldsþarfar er ekkert loftfar gæslunnar tilbúið í leit eða björgun. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarp fram í gær um lög á verkfall flugvirkja og var það samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum, 6 voru á móti en 5 sátu hjá. Allir þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu og einnig þingmenn Miðflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þingmenn Pírata og þingmenn utan flokka voru á móti en þingmenn Samfylkingar sátu hjá.


Tengdar fréttir

Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna.

Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×