Innlent

Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan fer um borð í strætó og svo ekki meir
Lögreglan fer um borð í strætó og svo ekki meir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi. Á sjötta tug skemmtistaða voru heimsóttir og var þeim öllum þar að auki lokað í samræmi við reglur.

Fáir voru á stöðum miðbæjarins, samkvæmt dagbók lögreglu og eru engin brot til rannsóknar.

Í dagbókinni kemur einnig fram að þó nokkrir bílar voru stöðvaðir þar sem ökumen nvoru að keyra undir áhrifum og án réttinda. Í einum bílnum var ökumaðurinn einungis 16 ára og tveir farþegar 15 og 16 ára.

Einn hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindum og var þar að auki á ótryggðum bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×