Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá átökum forystu verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekanda um hvort fresta eigi umsömdum launahækkunum lífskjarasamninganna sem koma eiga til framkvæmda um áramótin. En meta þarf hvort forsendur samninganna hafi brostið fyrir lok þessa mánaðar.

Það fjölgar í hópi þeirra kvenna sem þurfa að fara í nýja sýnatöku hjá Krabbameinsfélaginu eftir endurskoðun sýna frá árinu 2018. Mikill skortur er á sérhæfðum læknum til að sinna þeim börnum sem hafa fengið ADHD greiningu.

Við heyrum í móður sem segir kerfið hafa svikið börnin. Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að Egypskri fjölskyldu sem vísað hefur verið úr landi eftir rúmlega tveggja ára hæli verði veitt skjól á Íslandi. Dómsmálaráðherra segir kórónufaraldurinn hafa valdið töfum á úrlausn mála.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×