Innlent

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir látin

Kjartan Kjartansson skrifar
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi þulur hjá Ríkisútvarpinu, er látin, 79 ára að aldri. Hún var ein af þekktustu röddum Ríkisútvarpsins og starfaði þar í 44 ár.

RÚV greindi frá andláti Ragnheiðar Ástu í gærkvöldi. Hún hóf störf þar árið 1962 og starfaði þar til ársins 2006. Hún var dóttir Péturs Péturssonar sem einnig var þulur hjá Ríkisútvarpinu og Ingibjargar Birnu Jónsdóttur, húsmóður.

Maður Ragnheiðar Ástu var Jón Múli Árnason, þulur hjá RÚV og tónskáld. Þau eignuðust saman eina dóttur, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Fyrir átti Ragnheiður þrjú börn af fyrra hjónabandi: Pétur Gunnarsson, blaðamann sem nú er látinn, Eyþór Gunnarsson, tónlistarmann, og Birnu Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra hjá Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×