Hítará í góðum málum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2020 14:47 Veiðin í Hítará er góð um þessar mundir þrátt fyrir að skriðan hafi breytt ánni ofar í dalnum. Mynd: SVFR Það kemur ef til vill á óvart hjá mörgum að heyra að staðan í Hítará er bara góð þrátt fyrir að landslagið í dalnum sé mikið breytt. Því var haldið fram af mörgum eftir að stóra skriðan féll að áinn væri annað hvort ónýt eða yrði aldrei söm og á laxveiði í henni yrði líklega bara sjálfhætt. Það er annað að koma á daginn. Nýji farvegurinn er að sögn þeirra sem hafa skoðað hann mun betri gönguleið fyrir laxinn sem og að þarna eru að verða til ansi girnilegir veiðistaðir. Lax hefur þegar veiðst ofan við nýja farveginn og svæðið sem áinn rennur um er að öllum líkindum líka mun betri uppeldisstöðvar fyrir laxaseiði. Stíflan við Hítarvatn er búin að vera í notkun í allt sumar og vatnsforðinn það drjúgur að áinn verður líklega í toppvatni í allt sumar. Það hafa verið fínar göngur í ánna og það er lax á öllum helstu stöðum en það sem gerir ánna spennandi í dag eru þessir nýji veiðistaðir sem á eftir að finna ofan skriðu. Veiðin hefur verið fín í ánni og ekki útlit fyrir annað en að sumarið verði gott. Stangveiði Mest lesið Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði
Það kemur ef til vill á óvart hjá mörgum að heyra að staðan í Hítará er bara góð þrátt fyrir að landslagið í dalnum sé mikið breytt. Því var haldið fram af mörgum eftir að stóra skriðan féll að áinn væri annað hvort ónýt eða yrði aldrei söm og á laxveiði í henni yrði líklega bara sjálfhætt. Það er annað að koma á daginn. Nýji farvegurinn er að sögn þeirra sem hafa skoðað hann mun betri gönguleið fyrir laxinn sem og að þarna eru að verða til ansi girnilegir veiðistaðir. Lax hefur þegar veiðst ofan við nýja farveginn og svæðið sem áinn rennur um er að öllum líkindum líka mun betri uppeldisstöðvar fyrir laxaseiði. Stíflan við Hítarvatn er búin að vera í notkun í allt sumar og vatnsforðinn það drjúgur að áinn verður líklega í toppvatni í allt sumar. Það hafa verið fínar göngur í ánna og það er lax á öllum helstu stöðum en það sem gerir ánna spennandi í dag eru þessir nýji veiðistaðir sem á eftir að finna ofan skriðu. Veiðin hefur verið fín í ánni og ekki útlit fyrir annað en að sumarið verði gott.
Stangveiði Mest lesið Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði