Veiði

Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna

Karl Lúðvíksson skrifar
Laxinn er mættur og hann er í stuði.
Laxinn er mættur og hann er í stuði.

Nú eru laxveiðiárnar að opna hver af annari og fyrstu fréttir af flestum stöðum eru góðar sem vekur upp vonir um gott veiðisumar þetta árið.

Langá opnaði með ágætum og þar er töluverður kraftur í göngunum en um 80 laxar eru þegar gengnir í gegnum teljarann við Skugga. Hafa laxar verið að veiðast víða um ánna í þessu fyrsta holli og þar af einn við Hrafnseyri sem er veiðistaður nr. 58.

Víðidalsá opnaði með ágætum og þar af kom einn 101 sm lax á land í gær sem er eftir því sem við best vitum stærsti laxinn í sumar en þetta tröll veiddist í Harðeyrarstreng.. Það hafa veiðst laxar í Fitjá og lax sést víða í Víðidalsá, mest vænn tveggja ára lax.

Hítará opnaði líka í vikunni og þar voru komnir 10 laxar á land strax fyrsta daginn og töluvert líf á neðri svæðunum sem vonandi eru merki þess að áin eigi eftir að jafna sig á því tjóni sem skriðan olli.

Vatnsdalsá opnaði þann 20. júní og þar eru komnir einhverjir laxar á land en við höfum ekki staðfesta tölu. Það er mikið vatn í henni eins og öðrum ám á norðurlandi þannig að laxinn er ekki mikið að sýna sig. 

Það var heldur rólegt í Ytri Rangá en samt voru laxar að sýna sig við DJúpós og á Rangárflúðum. Nú er stórstreymt þann 24. júní og þá á vonandi eftir að koma kippur í göngurnar í árnar og veiðitölurnar fara þá hækkandi eftir því.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.