Innlent

Lagði blóm­sveig að leiði Bríetar

Atli Ísleifsson skrifar
Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp í Hólavallakirkjugarði í morgun.
Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp í Hólavallakirkjugarði í morgun. Vísir/Frikki

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindadegi íslenskra kvenna í Hólavallakirkjugarði klukkan 11 í morgun.

Vísir/Frikki

Pawel flutti þar ávarp og að því loknu flutti Karen Lind Harðardóttir nokkur lög.

Bríet Bjarnhéðinsdóttur var ein af frumkvöðlunum í réttindabaráttu íslenskra kvenna, en hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928.

Var markmið félagsins að starfa að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og embættisgengi og sömuleiðis rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn.

Bríet lést í Reykjavík árið 1940.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×