Innlent

Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara

Andri Eysteinsson skrifar
Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari.
Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari. Stjórnarráðið

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Arnfríður hefur starfað sem dómari frá skipun hennar við Héraðsdóm Reykjaness 1. febrúar 2006 en rúmum fjórum árum síðar var hún skipuð dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur:

Arnfríður gegndi því starfi þar til hún var skipuð dómari við Landsrétt 1. janúar 2018 en fyrr í mánuðinum baðst Arnfríður lausnar frá þeirri skipun og verður henni veitt lausn frá 30. júní.

Embættið dómara var auglýst til umsóknar í apríl og voru umsækjendur fimm talsins. Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari.

Tveir umsækjendur voru þegar landsréttardómarar og var Arnfríður metin hæfust af dómnefnd og tók Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að skipa hana í embættið.

Við skipun Arnfríðar losnar annað sæti dómara við Landsrétt, verður það auglýst laust til umsóknar innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×