Innlent

Um hundrað fleiri í sóttkví en ekkert nýtt smit

Kjartan Kjartansson skrifar
Fleiri en 61.000 sýni hafa verið tekin í skimun fyrir kórónuveirunni til þessa.
Fleiri en 61.000 sýni hafa verið tekin í skimun fyrir kórónuveirunni til þessa. Vísir/Vilhelm

Fólki í sóttkví fjölgar um rúmlega hundrað á milli daga þrátt fyrir að ekkert nýtt kórónuveirusmit hafi greinst í fimm daga í röð. Undanfarna tvo daga hefur fólki í sóttkví fjölgað um á annað hundrað.

Aðeins einstaka smit hafa greinst undanfarnar vikur og eru staðfest smit enn 1.806 frá upphafi faraldursins. Einungis tvö virkt smit er í landinu þessa stundina og enginn liggur á sjúkrahúsi. Alls hafa nú verið tekin 61.680 sýni frá upphafi faraldursins.

Til þessa hafa 1.794 náð bata og hefur fjöldinn verið óbreyttur undanfarna daga. Fólk í sóttkví er nú 986 og hefur fjölgað um 168 undanfarna tvo sólarhringa. Alls hafa 21.064 lokið sóttkví frá upphafi faraldursins.

Tíu hafa látist af völdum úr veirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×