Innlent

Staðfest smit orðin 134

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er vegna kórónuveirunnar á Landspítala.
Mikill viðbúnaður er vegna kórónuveirunnar á Landspítala. Vísir/vilhelm

Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin 134 talsins, þar af þrjátíu innanlandssmit. Síðastliðinn sólarhring hafa greinst 29 ný smit. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna.

Samtals hafa um 1188 sýni verið tekin, þar af 253 síðastliðinn sólarhring. Mikil vinna stendur nú yfir við að skipulag og leiðbeiningar fyrir takmarkanir á samkomu- og skólahaldi sem heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag.

Upplýsingafundir fyrir fjölmiðla vegna veirunnar eru áætlaðir nú um helgina, bæði á laugardag og sunnudag klukkan 14. Þá er almenningi bent á vefsíðuna Covid.is, þar sem finna má allar nýjustu upplýsingar um útbreiðslu veirunnar á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×