Innlent

Fjórfaldur pottur í næstu viku

Sylvía Hall skrifar
Potturinn verður fjórfaldur í næstu viku.
Potturinn verður fjórfaldur í næstu viku. Vísir/Vilhelm

Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti vikunnar og verður því potturinn fjórfaldur í næstu viku. Fjórir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum í þetta skipti.

Hver bónusvinningshafi hlýtur 142 þúsund krónur í vinning. Þrír miðar voru í áskrift en sá fjórði var keyptur í Hagkaup á Furuvöllum á Akureyri.

Sjö voru með fjórar tölur í réttri röð í Jókernum og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á N1 Leiruvegi á Akureyri, Krambúðinni á Hringbraut í Reykjanesbæ og einn í Krambúðinni Laugalæk. Þá var einn mikið keyptur í Lottó-appinu og tveir voru í áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×