Innlent

Leit að skipverjanum frestað vegna veðurs

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skipverjinn heitir Axel Jósefsson Zarioh. Hann er talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði.
Skipverjinn heitir Axel Jósefsson Zarioh. Hann er talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði. Jón Helgason/Lögreglan

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að vindur og talsverður sjógangur sé í firðinum. Skilyrði til leitar séu slæm og ekki unnt að halda henni áfram í dag.

Stefnt er að leit á morgun og unnið að skipulagi hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×