Innlent

Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Í ljósi aðstæðna hefur afmælishátíð Fiskidagsins mikla verið frestað til næsta árs.
Í ljósi aðstæðna hefur afmælishátíð Fiskidagsins mikla verið frestað til næsta árs. Bjarni Eiríksson

Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. Það er vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en hátíðin verður tuttugu ára á þessu ári. Í tilkynningu frá stjórninni segir að hátíðin komi sterk inn aftur á næsta ári.

Styrktaraðilar hátíðarinnar munu á næstu dögum fá bréf frá stjórninni, þar sem þeim verður þakkað frábært samstarf og í þeir í senn beðnir um að halda stuðningnum áfram á næsta ári.

„Saman förum við í gegnum þetta verkefni sem okkur hefur verið rétt upp í hendurnar, verum áfram einbeitt og hlýðum þríeykinu sem vinnur ásamt sínu fólki afar gott starf. Við skulum muna að tapa aldrei gleðinni. Við komum sterk inn að ári og þá knúsumst við og njótum samvista við fólkið okkar og gesti,“ segir í tilkynningunni.

Sóttvarnarlæknir hefur lagt til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, í það minnsta út ágúst. Stórar og fjölmennar hátíðir munu því að öllum líkindum falla niður í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×