Innlent

Víða lokanir eða ófært vegna veðurs

Sylvía Hall skrifar
Ekkert ferðaveður er á landinu um helgina.
Ekkert ferðaveður er á landinu um helgina. Vísir/Vilhelm

Afar slæmu veðri er spáð um land allt um helgina og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt nema höfuðborgarsvæðið vegna vonskuveðurs á morgun. Mikið hvassviðri verður á landinu og bætir í vind og ofankomu í kvöld.

Nokkrum vegum hefur nú þegar verið lokað vegna veðurs og hefur Vegagerðin varað við slæmri færð.

Vegurinn um Arnkötludal milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar er ófær og sömuleiðis vegurinn um Gemlufallsheiði. Búist er við því að vegurinn um Gemlufallsheiði verði ófær til mánudagsmorguns ef veðurspár ganga eftir.

Þá er vegurinn undir Eyjafjöllum milli Seljalandsfoss og Víkur einnig lokaður vegna veðurs, og ekkert ferðaveður er á Tröllaskaga milli Ólafsfjaraðar og Siglufjarðar enda skyggni lítið sem ekkert samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar.

Hér að neðan má sjá nýjustu tilkynningar vegna færðar á vegum.


Tengdar fréttir

Appelsínugul viðvörun um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×