Erlent

Sagði af sér eftir að hafa líkt Angelu Merkel við Hitler

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Vísir/EPA

„Fyrir 75 árum stöðvuðum við Hitler. Hver mun stöðva Angelu Merkel? Hún er búin að uppfylla draum Hitlers! Að stjórna Evrópu!“

Svona hljómar Facebook-færsla sem Michael Zammit Tabona, sendiherra Möltu í Finnlandi, er sagður hafa birt í dag. Færslunni var eytt fljótlega eftir að hún var birt og Tabona hefur nú sagt af sér.

BBC greinir frá málinu. Þar er haft eftir Evarist Bartolo, utanríkisráðherra Möltu, að Þýskalandi myndi berast afsökunarbeiðni vegna málsins. Eins segist hann hafa skipað sendiherranum að fjarlægja færsluna af Facebook, um leið og hann fékk veður af henni.

Tabona, sem hefur verið sendiherra Möltu í Finnlandi síðan árið 2014, hefur ekki enn tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×