Innlent

Bó lætur tveggja metra regluna heyra'ða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bítið hefst í beinni útsendingu á Bylgjunni, hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir klukkan 6:50.
Bítið hefst í beinni útsendingu á Bylgjunni, hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir klukkan 6:50.

Bítið heldur áfram að stinga á kýlum og velta steinum eins og þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni er einum lagið.

Þeir fá til sín Sigurð Helga Guðjónsson, formann Húseigendafélagsins, sem fræðir þá um afdrif umdeilds húsaleigufrumvarps. Heiðrún Eiríka Guðmunsdóttir kemur einnig frá Hagstofunni og fjallar um það hvernig stofnunin vinnur og hvers vegna hún þurfi svona oft að leiðrétta eigin útreikninga.

Ný samráðsvefsjá frá Skipulagsstofnun verður jafnframt kynnt til leiks, auk þess sem ávaxtabíllinn kemur í heimssókn.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, mun koma í Bítið og tala um líkamsræktarstöðvar sem héldu áfram að rukka í samkomubanninu, þó svo að stöðvarnar væru lokaðar. Björgvin Halldórsson mætir einnig í hljóðverið og ræðir tveggja metra regluna en hann eins og aðrir tónlistarmenn hefur ýmislegt út á hana að setja.

Bítið hefst venju samkvæmt klukkan 6:50 og stendur til 10. Horfa má á það hér að neðan eða á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir auk þess sem hlusta má á Bítið á Bylgjunni.

Uppfært: Það má nálgast Bítið síðan í morgun í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Bítið í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×