Lífið

Jenni­fer Lopez stal senunni í upp­færðri út­gáfu af Gram­my-verð­launa­kjólnum sögu­fræga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jennifer Lopez árið 2000 til vinstri, Jennifer Lopez árið 2019 til hægri.
Jennifer Lopez árið 2000 til vinstri, Jennifer Lopez árið 2019 til hægri. Vísir/Getty

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez stal senunni á vortískusýningu Versace í Mílan á Ítalíu í gær þegar hún kom fram í uppfærðri útgáfu af Grammy-verðlaunakjólnum sögufræga sem hún klæddist á Grammy-verðlaunum árið 2000.

Sá kjóll þykir einn eftirminnilegasti kjóll allra tíma og sagði Eric Schmidt, fyrrverandi forstjóri Google, að gríðarleg eftirspurn eftir myndum af kjólnum í gegnum leitarvél Google hafi á sínum verið einn helsti hvatinn að því að myndaleit Google, Google Images, varð til.

Margir kannast við kjólinn sem Lopez klæddist á Grammy-verðlaunum árið 2000 en hann var grænn og afar fleginn. Uppfærða útgáfan er keimlík líkt og sjá á meðfylgjandi myndbandi, sem yfir tvær milljónir manna hafa horft á.


Tengdar fréttir

Stoltust af því hver hún er í dag

Tinna Björk Stefánsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Tinna elskar hundana sína útaf lífinu og eyðir miklum tíma í návist fjölskyldu og vina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.