Gott í vötnunum á Snæfellsnesi Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2019 09:46 Veiðin í vötnunum á Snæfellsnesi hefur verið mjög góð í þessum mánuði og þar er kannski helst að nefna Hraunsfjörð sem hefur verið ansi líflegur. Það er sem fyrr þeir sem þekkja vötnin vel sem gera góða veiði og einn af þeim er fyrrum Formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, en hann stundar Hraunsfjörð mikið yfir sumarið. Bjarni var við veiðar ekki alls fyrir löngu við vatnið og gerði mjög góða veiði án þess að gefa upp heildarmagn en í aflanum var mest væn bleikja en líka sjóbirtingur. Það hefur verið mikið líf í vatninu og þrátt fyrir að það hafi verið seint í gang er veiðin þar komin á fullt. Baulárvallavatn hefur líka verið að gefa fína veiði en það eru engu að síður margir sem fara í vatnið án þess að verða varir. Líklegasta skýringin er sú að það er einfaldlega verið að veiða á röngum tíma dags. Besta veiðin í vatninu er nefnilega eldsnemma á morgnana og síðan mjög seint á kvöldin. Það gerist voða lítið yfir hábjartan daginn svo það er alveg óhætt að bleyta færi í Hraunsfirði, taka svo smá bíltúr og klára daginn í Baulárvallavatni. Það er nefnilega oft hægt að setja í ansa væna fiska þar. Mest lesið 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Nýjar íbúðir fyrir veiðimenn við Vesturhópsvatn Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði
Veiðin í vötnunum á Snæfellsnesi hefur verið mjög góð í þessum mánuði og þar er kannski helst að nefna Hraunsfjörð sem hefur verið ansi líflegur. Það er sem fyrr þeir sem þekkja vötnin vel sem gera góða veiði og einn af þeim er fyrrum Formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, en hann stundar Hraunsfjörð mikið yfir sumarið. Bjarni var við veiðar ekki alls fyrir löngu við vatnið og gerði mjög góða veiði án þess að gefa upp heildarmagn en í aflanum var mest væn bleikja en líka sjóbirtingur. Það hefur verið mikið líf í vatninu og þrátt fyrir að það hafi verið seint í gang er veiðin þar komin á fullt. Baulárvallavatn hefur líka verið að gefa fína veiði en það eru engu að síður margir sem fara í vatnið án þess að verða varir. Líklegasta skýringin er sú að það er einfaldlega verið að veiða á röngum tíma dags. Besta veiðin í vatninu er nefnilega eldsnemma á morgnana og síðan mjög seint á kvöldin. Það gerist voða lítið yfir hábjartan daginn svo það er alveg óhætt að bleyta færi í Hraunsfirði, taka svo smá bíltúr og klára daginn í Baulárvallavatni. Það er nefnilega oft hægt að setja í ansa væna fiska þar.
Mest lesið 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Nýjar íbúðir fyrir veiðimenn við Vesturhópsvatn Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði