Lífið

„Við ætlum að fara saman yfir móðuna miklu“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tónlistamaðurinn Alice Cooper ætlar ekki að syrgja konu sína.
Tónlistamaðurinn Alice Cooper ætlar ekki að syrgja konu sína. getty/Jim Bennett

Tónlistamaðurinn, leikarinn og útvarpsmaðurinn Alice Cooper, sem þekktastur er fyrir tónlist sína, heldur því fram að hann og eiginkona hans, Sheryl Goddard, hafi gert samkomulag um að deyja saman.

„Við ætlum að fara saman yfir móðuna miklu,“ sagði Cooper í viðtali við breska miðilinn Mirror. „Við munum aldrei komast af án hvors annars.“

Cooper og Goddard hafa verið gift í 43 en ekki náðist í hana til að staðfesta þetta.

„Ég gæti ekki lifað án hennar,“ sagði Cooper. „Við höfum alltaf sagt að það muni aldrei koma til að annað okkar syrgi hitt. Þegar það kemur að því munum við deyja saman.“

Goddard er 61 árs gömul en Cooper er tíu árum eldri en hún. „Maður myndi halda að fólk myndi vilja komast í burtu frá eiginkonum sínum en hún er besti vinur minn og það er enginn leið að við lifum af án hvors annars.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.