Enski boltinn

Svona lítur leikjadagskráin út: Liverpool spilar opnunarleikinn og stórleikur á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea og Manchester United mætast í fyrstu umferðinni.
Chelsea og Manchester United mætast í fyrstu umferðinni. vísir/getty

Nú er ljóst hvernig dagskráin verður í enska boltanum í vetur en enska úrvalsdeildin gaf hana út í morgun.

Englandsmeistararnir í Manchester City mæta West Ham á útivelli í fyrsta leik á meðan silfurliðið Livepool fær opnunarleikinn. Liðið mætir nýliðum Norwich á Anfield.

Deildin byrjar þó á stórleik því á sunnudeginum mætast Manchester United og Chelsea á Old Trafford en það verður síðasti leikur fyrstu umferðarinnar.

Opnunarleikur tímabilsins fer fram þann föstudaginn 9. ágúst en tímabilinu lýkur svo með heilli umferð 17. maí. Í fyrsta skipti verður þó gert smá hlé á deildinni en það verður í febrúar þar sem liðin fá að minnsta kosti vikufrí.

Það verður þétt dagskrá hjá Liverpool og Chelsea í upphafi tímabilsins en fimm dögum eftir að tímabilið hefst, þann 14. ágúst, mætast þau í Ofurbikarnum í Istanbul.

Leikjadagskrána í heild sinni má sjá hér.

Fyrsta umferðin:
Föstudagur:
19.00 Liverpool - Norwich

Laugardagur:
11.30 West Ham - Man. City
14.00 Bournemouth - Sheffield United
14.00 Burnley - Southampton
14.00 Crystal Palace - Everton
14.00 Leicester - Wolves
14.00 Watford - Brighton
16.30 Tottenham - Aston Villa

Sunnudagur:
13.00 Newcastle - Arsenal
15.30 Manchester United - ChelseaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.