Innlent

Litríkt risaskemmtiferðaskip mætt til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Skemmtiferðaskipið Norwegian Getaway kom að Skarfabakka í Reykjavík í hádeginu í dag. Skipið er af stærri gerðinni, 145.655 brúttótonn og tekur rétt tæplega 4000 farþega. Áhöfnin telur hvorki fleiri né færri en 1640 manns.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Norwegian Getaway kemur hingað til lands. Skipið fór í jómfrúarferð sína árið 2014 eftir að hafa verið byggt í Þýskalandi en það er í norskri eigu.

Að ofan má sjá myndband af komu skipsins á Faxaflóa en þar má meðal annars sjá stórar vatnsrennibrautir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.