Innlent

Sól­ríkt fyrir sunnan en slydda eða snjó­koma norð­austan til

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofunnar út á hádegi í dag.
Svona lítur spákort Veðurstofunnar út á hádegi í dag. veðurstofa íslands

Ákveðnar norðlægar áttir verða ríkjandi í veðrinu næstu daga og það verður dálítið svalt, einkum þó norðan lands, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá má búast við skúrum eða dálitlum syddéljum á Norður- og Austurlandi, og jafnvel snjókomu norðaustan til á morgun, en það er spáð sólríku veðri syðra, léttskýjuðu veðri þótt stöku skúrir geti slæðst með syðst.

Á uppstigningardag, fimmtudag, á að lægja, rofa til og hlýna heldur.

Veðurhorfur á landinu:

Norðan 5-13 m/s og dálítil slydda öðru hvoru NA-lands, annars bjart með köflum, en skúrir SA-til. Hiti 7 til 15 stig í dag, en 1 til 6 stig NA-lands.

Norðan 8-15 á morgun og skúrir eða él á N-verðu landinu, yfirleitt léttskýjað syðra, en stöku skúrir syðst. Heldur kólnandi veður.

Á þriðjudag:
Norðan 8-15 m/s, hvassast A-ast og dálítil slydda eða snjókoma öðru hvoru NA-lands. Víða bjartviðri annars staðar, en líkur á skúrum allra syðst. Hiti frá frostmarki í innsveitum NA-til, upp í 12 stig syðra.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él NA-til, en annars bjart með köflum. Hiti 1 til 11 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Yfirleitt hægir vindar og bjartviðri, en norðankaldi skýjað með A-ströndinni. Heldur hlýnandi veður.

Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt með dálítilli rigningu syðst á landinu, en skýjað og þurrt annars staðar. Svalt fyrir austan, en annars milt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.