Innlent

Grunaður um brot gegn þrettán ára stúlkubarni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. vísir/vilhelm

21 árs karlmaður sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa sumarið 2016 látið þrettán ára stúlku hafa við sig munnmök og haft samræði við stúlkuna. Hinn ákærði var átján ára þegar brotið sem ákært er fyrir átti sér stað.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en brotið varðar 1. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga. Brot við grein laganna varðar allt að sextán ára fangelsi en lágmarksrefsing er eins árs fangelsi.

Krafist er 3,5 milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna brotanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.