Lífið

Þjóðverjinn sem lenti með Selmu í leigubíl snöggsvitnaði og missti alveg andlitið

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Selma og Friðrik spá í spilin.
Selma og Friðrik spá í spilin.

Síðari undanriðillinn er í Expo-höllinni í Tel Aviv í kvöld og þá kemur í ljós hvaða þjóðir keppa við Ísland á laugardagskvöldið.

Í Júrógarðinum í dag verður rætt við þau Selmu Björnsdóttur og Friðrik Ómar sem hafa verið síðustu daga hér í Tel Aviv. Bæði komu þau fram eitt kvöldið á Euro Café og gerðu allt vitlaust.

Selma Björns tók þátt í Eurovision í Ísrael fyrir tuttugu árum og hafnaði þá í öðru sæti með laginu All Out Of Luck. Selma er í raun stórstjarna hér í Eurovision-heiminum og hefur hún þurft að taka ófáar sjálfur með aðdáendum sínum. Friðrik Ómar er einnig þekktur í þessum heimi og á fjölmarga aðdáendur.

Selma lenti í skondnu atviki á þriðjudagskvöldið þegar hún endaði með tveimur þýskum mönnum í leigubíl. Annar þeirra varð spenntur þegar hann vissi að hún væri íslensk og sagðist gjörsamlega elska lagið All Out Of Luck. Hann áttaði sig ekki á því að hann væri í leigubíl með konunni sem söng lagið og fraus þegar Selma útskýrði það fyrir honum.

Selma og Friðrik Ómar spá í spilin fyrir framhaldið hjá Hatara. 

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.