Viðskipti innlent

Lægra verðmat endurspeglar óvissu

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Ljósmynd/Eimskip

Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Eimskip á 158,2 krónur á hlut í nýju verðmati og segir matið endurspegla óvissu til næstu sex til átján mánaða. Afkoma flutningafélagsins hafi verið langt frá væntingum í fyrra og líkur séu á því að félagið verði áfram í varnarbaráttu á þessu ári.

Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Eimskip í 182 krónum á hlut þegar verðmatið var gefið út í byrjun vikunnar en gengið lækkaði um samtals 2,8 prósent í gær og á mánudag og var 177 krónur á hlut eftir lokun markaða í gær.

Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er fjárfestum ráðlagt að minnka við hlut sinn í Eimskip. „Við teljum að félagið verði áfram í varnarbaráttu árið 2019 vegna loðnubrests og lítils vaxtar í öðrum útflutningi, Brexit, óvissu í hagkerfinu sem hefur þegar haft áhrif á magn innflutnings, kjarasamninga og varðsamkeppni í flutningum til og frá Íslandi,“ segja greinendur hagfræðideildarinnar.

Að auki sé enn beðið eftir því að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir samstarf Eimskips og Royal Arctic Line sem sé stór forsenda fyrir kaupum fyrrnefnda félagsins á tveimur nýjum skipum sem séu sérútbúin til siglinga við heimskautaskilyrði.

Annar stór áhættuþáttur í rekstrinum, að mati hagfræðideildarinnar, er breytingar á losunarstöðlum frá og með byrjun næsta árs sem muni valda kostnaðarhækkunum hjá skipafélögum.

Engu að síður telja greinendurnir að EBITDA Eimskips – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – muni hækka á árinu. „Rekstrar­gírun“ í skipafélögum sé alþekkt og jákvæður viðsnúningur í verði og magni flutninga geti bætt afkomuna töluvert. Þá séu möguleikarnir með samstarfinu við Royal Arctic Line stærsti hvatinn að hærra verðmati.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.