Viðskipti erlent

Íhuga að hætta við þotusölu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
F-35 þota.
F-35 þota. Nordicphotos/AFP

Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að hætta undirbúningi þess að F-35 herþotur verði seldar til Tyrklands. Reuters greindi frá málinu í gær.

Ósætti hefur verið á milli ríkisstjórnanna tveggja vegna áforma Receps Tayyips Erdogan, forseta Tyrklands, um að fjárfesta í S-400 loftvarnakerfi frá Rússlandi.

„S-400 er tölva. F-35 er tölva. Þú tengir tölvu þína ekki við tölvu andstæðingsins og það er einmitt það sem við værum að gera með þessum viðskiptum,“ sagði Katie Wheelbarger, starfandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í málefnum alþjóðlegra öryggismála, við miðilinn.

Joseph Dunford, æðsti hershöfðingi bandaríska hersins, sagðist vongóður um að Bandaríkin og Tyrkland gætu leyst deiluna um S-400 kerfið. Þetta væri hins vegar flókið mál.

„Jafnt framkvæmdavald okkar sem löggjafarvaldið eiga erfitt með að réttlæta samspil S-400 og þróuðustu herþota sem við eigum, F-35. Við erum vongóð um að það sé hægt að útkljá þetta mál en það verður afar flókið,“ sagði Dunford á fundi í höfuðborginni Washington.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.