Lífið

Dimma fór til sálfræðings: „Engin skömm að leita sér hjálpar“

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Hljómsveitarmeðlimir Dimmu segja sálfræðimeðferðina hafa hjálpað mikið.
Hljómsveitarmeðlimir Dimmu segja sálfræðimeðferðina hafa hjálpað mikið. Vísir

Meðlimir hljómsveitarinnar Dimmu segja enga skömm í því að leita sér hjálpar hjá fagfólki og eru líklega eina hljómsveitin á landinu sem hefur farið í sálfræðitíma - sem hljómsveit.

„Þú ert enginn aumingi ef þú bara réttir upp höndina og segir: Ég þarf hjálp.“

Hljómsveitin Dimma er meðal viðmælenda í 3. Þætti af Viltu í alvöru deyja á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:40 og verður þar rætt við Erlu Hlynsdóttur sem missti föður sinn á aðfangadag eða jóladag árið 2017 sem og Ólaf og hljómsveitina Dimmu um fráfall Bjarna Jóhannesar. 

Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat. 

Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum: 
Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn 
Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is 
Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is

Klippa: Dimma fór til sálfræðings: "Engin skömm að leita sér hjálpar“

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.