Innlent

Fimmtán mánaða fangelsisdómur staðfestur yfir rannsóknarlögreglumanni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember.
Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember. Fréttablaðið/Ernir

Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jens Gunnarssyni, rannsóknarlögreglumanni hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Jens var ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi.

Þá var Pétur Axel Pétursson, sem ákærður var fyrir spillingu með því að hafa boðið Jens gjafir fyrir aðstoð sína, dæmdur í níu mánaða fangelsi. Pétur Axel á nokkuð langan sakaferil að baki hjá lögreglu, aðallega í málum tengdum fíkniefnum en þyngsti dómurinn er sex mánaða fangelsi.

Málið er sögulegt en þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglumaður er sakfelldur fyrir spillingu í starfi þótt fleiri dæmi séu um sterkan grun um spillingu. Má nefna samskipti yfirmanna hjá lögreglunni við Franklín Steiner á sínum tíma sem dæmi um slíkt.

Upphaf þess að málið rataði á borð var það að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, kom upptöku með samtali Jens og Péturs Axels til embættis ríkissaksóknara í desember 2015. Athygli vekur að Jón Óttar er mágur Péturs Axels en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm

Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×