Viðskipti erlent

Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis

Kjartan Kjartansson skrifar
Volkswagen notaði sérstakan hugbúnað sem dró úr útblæstri dísilbíla þegar þeir voru settir í próf. Bílarnir menguðu hins vegar meira þegar þeir voru komnir á göturnar.
Volkswagen notaði sérstakan hugbúnað sem dró úr útblæstri dísilbíla þegar þeir voru settir í próf. Bílarnir menguðu hins vegar meira þegar þeir voru komnir á göturnar. Vísir/EPA

Skaðabótamál fjárfesta sem telja sig hafa orðið fyrir skaða vegna útblásturshneykslisins sem skók þýska bílaframleiðandann Volkswagen var tekið fyrir í Þýskalandi í dag. Fjárfestarnir krefjast rúmlega níu milljarða evra í skaðabætur. Þeir telja að fyrirtækið hefði átt að láta hluthafa vita af hneykslinu fyrr.

Volkswagen varð uppvíst af því að svindla á prófum sem mældu útblástur frá dísilbílum framleiðandans. Fyrirtækinu hefur verið gert að greiða 27,4 milljarða evra í sektir síðan auk þess sem hlutabréfaverð féll um 37% eftir að upp komst um svikin.

Stefnendurnir halda því fram að Volkswagen hafi brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum hneykslisins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hefðu fjárfestarnir vitað af svindlinu hefðu þeir mögulega selt hluti sína fyrr eða ekki bundið fé sitt í fyrirtækinu.


Tengdar fréttir

Volkswagen sakað um að skemma uppskeru með haglfallbyssum

Bændur í nágrenni við verksmiðju þýska bílaframleiðandans í Pueblo í Mexíkó hafa sakað forsvarsmenn verksmiðjunnar um að skemma uppskeru þeirra í viðleitni bílaframleiðandans til að koma í veg fyrir að hagl myndist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.