Enski boltinn

„Upphitunin“ búin hjá Liverpool því nú tekur alvaran við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino og Sadio Mane.
Roberto Firmino og Sadio Mane. Vísir/Getty

Landsleikjahléið er á enda og deildirnar í Evrópu taka nú aftur við. Margra augu verða þá á liði sem átti frábært sumar og fullkomið haust þegar við horfum á stig í húsil

Liverpool er með fullt hús eftir fjórar umferðir í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Leicester City í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. En nú tekur alvaran við hjá lærisveinum Jürgen Klopp.

Fíflasskapur nýja markvarðarins með boltann við endalínuna sá til þess að Liverpool fékk á sig sitt fyrsta mark en kom ekki í veg fyrir fjórða sigurinn í röð. Alisson Becker hefur fengið tíma til að komast yfir þau mistök en hélt meðal annars brasilíska markinu hreinu í 2-0 sigri á Bandaríkjunum.

Liverpool hefur mætt West Ham, Crystal Palace, Brighton og Leicester það sem af er tímabilinu og unnið þau með samanlagðri markatölu 9-1.

Spilamennskan hefur aftur á móti ekki verið neitt sérstaklega sannfærandi í síðustu leikjum Liverpool liðsins og það er áhyggjuefni þegar menn skoða betur hvað tekur við núeftir landsleikjahléið.

Næsti leikur Liverpool liðsins er 15. september á Wembley en það verður stórleikur á móti Tottenham á útivelli. Næstu vikur á eftir bjóða líka upp á afar erfitt leikjaprógramm eins og sjá má hér fyrir neðan.Liverpool drógst á móti Chelsea í enska deildabikarnum og mætir því Chelsea tvisvar með fjögurra daga millibili. Chelsea liðið hefur einnig unnið fjóra fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrstu leikirnir í Meistaradeildinni verða þannig á móti Paris Saint-Germain og Napoli sem eru tvö mjög öflug og vel spilandi fótboltalið.

Þessi rosalega dagskrá næstu vikurnar endar svo með uppgjöri á móti Englandsmeisturum Manchester City á Anfield 7. október. Þar hefur Liverpool liðið líka mikið að sanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.