Enski boltinn

Harry Maguire framlengir við Leicester

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Maguire ætlar ekkert að fara neitt frá Leicester
Maguire ætlar ekkert að fara neitt frá Leicester Vísir/Getty

Harry Maguire hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Leicester City en félagið tilkynnti það í dag.

Enski landsliðsmaðurinn var orðaður við Manchester United í sumar eftir frábæra frammistöðu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Maguire var í byrjunarliði Englands í gær er Englendingar töpuðu gegn Spánverjum í Þjóðadeildinni, 2-1.

Maguire gekk til liðs við Leicester sumarið 2017 frá Hull og sló hann í gegn á fyrsta tímabili.

"Allt frá því að ég kom til félagsins, hef ég alltaf haldið því fram hversu góðir þeir eru við mig," sagði Maguire.

"Þeir gáfu mér tækifæri á að spila í úrvalsdeildinni og gefa mér stökkpall til þess að fara á heimsmeistaramótið, svo ég á þeim mikið að þakka."

Samningurinn gildir til júní 2023.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.